Sími + 354 480 1700

javerk@javerk.is

English

JÁVERK

 

JÁVERK ehf. er öflugt, áreiðanlegt og metnaðarfullt verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum.  Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er.  Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja.  Skrifstofur eru bæði á Selfossi og í Kópavogi.

 

Kranadeild JÁVERK leigir út 4 stóra krana og vörubíla með krana og tekur að sér ýmis verkefni á öllu landinu.

 

JÁVERK leggur áherslu á umhverfis-, öryggis og gæðamál ásamt samstarfshæfni. JÁVERK er eina verktakafyrirtækið í flokki stórra fyrirtækja sem hefur fengið viðurkenningu CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári frá 2014. Gæðakerfi fyrirtækisins var vottað skv. ISO 9001 staðlinum árið 2019 og umhverfisvottunarkerfið var vottað skv. ISO 14001 staðlinum árið 2022.

Mannvirkjagerð hefur gríðarlega mikil umhverfisáhrif og því mjög mikilvægt að við leggjum okkar af mörkum til að sporna við þeim áhrifum sem starfssemi okkar hefur. Við erum að byggja upp þekkingu innanhúss og koma upp mælikvörðum til að okkar umhverfisvegferð verði markviss og skili sem mestum árangri.
Gæðamál eru okkur ekki síður mikilvæg og eru nátengd umhverfismálum. Með því að gera hlutina rétt í fyrsta skiptið, leggja áherslu á gæði og lágmarka viðhaldsþörf erum við að minnka umhverfisáhrif af byggingaframkvæmdinni sjálfri, sem og umhverfisáhrifum á líftíma hennar.
Við höfum unnið að umhverfisvottuðum byggingarframkvæmdum síðan 2019 og hefur miðbær Selfoss þegar hlotið Svansvottun. Verið er að vinna að nokkrum umhverfisvottuðum byggingaframkvæmdum sem stendur, um 390 Svansvottaðar íbúðir eru í undirbúningi eða byggingu og 148 BREEAM vottaðar íbúðir.

 

Gæðastefna JÁVERK
Við ætlum að vinna markvisst að því að skilja þarfir ólíkra viðskiptavina og uppfylla þær.
Við ætlum að skila verkum af umbeðnum gæðum á umsömdum tíma.
Við ætlum að vera skilvirk í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Við ætlum að uppfylla allar lagalegar kröfur.

Til að ná tilætluðum árangri setjum við okkur markmið og erum með mælikvarða sem við vöktum til að tryggja stöðugar umbætur.

 

Umhverfisstefna JÁVERK
Stefna JÁVERK er að vera leiðandi í umhverfismálum í mannvirkjagerð á Íslandi.

Við ætlum að horfa á heildar umhverfisspor okkar mannvirkjagerðar og vinna markvisst að því að lágmarka það í gegnum heildarlíftíma mannvirkjanna:
 lágmarka kolefnisspor mannvirkja m.a. með markvissu vali á byggingarefnum
 lágmarka orkunotkun á líftíma
 byggja heilnæmt gæðahúsnæði með lágmarks viðhaldsþörf á líftíma

Við ætlum að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af okkar rekstri:
 lágmarka neikvæð áhrif á náttúru og umhverfi okkar
 lágmarka kolefnisspor af rekstri fyrirtækisins og verða kolefnishlutlaus árið 2032
 lágmarka sorp sem fer í urðun
 uppfylla viðeigandi lög og reglugerðir

Til að ná tilætluðum árangri setjum við okkur umhverfismarkmið og erum með umhverfismælikvarða sem við vöktum til að tryggja stöðugar umbætur.